Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
19.10.2007 | 11:25
Heimilisstúss
Litla skvís búin að vera veik síðan á þriðjudag, en henni er nú að batna núna. Stóra skvís búin að vera heima líka því kallinn er búinn að vera í burtu. Hann er búinn að vera á eilífu flakki um landið. Fór til Reykjavíkur á mánudag, kom heim á þriðjudag, fór suður á miðvikudag og beint austur á Egilsstaði, en kemur sem betur fer heim í dag. Erfitt að vera svona lokaður inni og hafa engann til þess að versla fyrir sig og annað sem þarf að gera. Við höfum að vísu fengið góða hjálp frá ömmum og öfum og frænkum og frændum, í ýmislegt skutl í ballet og tónlistarskóla og fleira...
Litla skvís orðin 14 mánaða og ekki alveg farin að labba, þorir ekki alveg að sleppa takinu á fingrinum á þeim sem nennir að elta hana um allt, og þá meina ég elta hana út um allt hús! Hana virðist vanta að finna öryggið, svo hún þori.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 20.4.2008 Er komið sumar?
- 22.2.2008 Tenerife (med áherslu á e)
- 11.1.2008 Mac - ari!
- 21.11.2007 30
- 19.10.2007 Heimilisstúss