11.1.2008 | 23:22
Mac - ari!
Jæja nú er maður loksins orðinn Mac - ari :o) Keypti mér skólatölvu í fyrradag, er geggjað ánægð með hana.
Ég náði báðum prófunum!
Erum búin að vera í borginni í viku erum á leið heim í fyrramálið, ég er búin að vera í skólalotu í Kennó. Þetta er búin að vera strembin vika, er búin að vera í framkomuæfingum upp á hvern einasta dag í skólanum og það er ekki alveg það skemmtilegasta sem ég geri. Fyrsta daginn áttum við að lesa uppúr kafla úr unglingabók, ég fór á Borgarbókasafnið í Kringlunni greip með mér bókina Bak við bláu augun eftir Þorgrím Þráinsson... ég hef held ég aldrei verið eins stressuð á ævinn, þegar ég las upp úr bókinni fyrir allan bekkinn, ég nötraði og skalf eins og lítil hrísla. Annan daginn áttum við að segja þjóðsögu, ekki skalf ég minna þann daginn, þriðja daginn áttum við að semja ræðu fyrir Menntamálaráðherra og flytja ræðuna í tímanum, ekki var ég alveg eins stressuð þann daginn, en í dag var ég nánast ekkert stressuð þegar ég átti að flytja ljóð, svo þetta er greinilega bara æfing - það að koma fram!
Við ætluðum ekkert að versla í borginni... en ég er búin að kaupa mér tölvu, við fórum í Ikea og keyptum ýmislegt til þess að gera læriaðstöðu í Elmu herbergi fyrir mig, keyptum peysu á mig og eitthvað fleira smálegt :o)
Nýjustu færslur
- 20.4.2008 Er komið sumar?
- 22.2.2008 Tenerife (med áherslu á e)
- 11.1.2008 Mac - ari!
- 21.11.2007 30
- 19.10.2007 Heimilisstúss
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.