21.11.2007 | 08:32
30
Vá fyrir 30 árum síðan kom ég í heiminn. Það er stórmerkilegt að hugsa til þess.
Frænka mín sagði: vá Sæunn, að það séu komin 30 ára síðan þú fæddist, ótrúlegt! Man eftir þér í vöggu þegar ég var að passa þig...
Já en það er ekki auðvelt að verða 30 ára í mínu tilfelli. Komst að því rétt fyrir helgi að ég væri með kviðslit, gaman það. Það þarf að vísu ekkert að gera nema þetta trufli mig eitthvað svaka mikið.
Svo þar að auki er ég með axlarklemmu. Búin að vera að finna til í öxlinni síðan í jan 2007. Ég er búin að vera í sjúkraþjálfun síðan þá og ekki mikið gengið. Sjúkraþjálfarinn er búinn að vera að reyna að ná í bæklunarlækni fyrir sunnan síðan í ágúst. Svo var hringt í mig á fimmtudaginn og spurt hvort ég gæti komið suður á mánudag og þriðjudag að hitta þennan lækni. Ég auðvitað tók því boði strax. Ég fór á mánudaginn í röntgen og ómun á öxlinni, og hitti svo lækninn í gær. Hann endaði með því að gefa mér einhverja rosa sterasprautu í öxlina og svo skyldum við sjá hvernig það myndi virka á mig. Ég var fín fyrstu tvo tímana, svo fór þetta að hríðversna, og í gærkveldi var ég alveg að farast. En ég er mikið betri í dag! Enda ekki annað hægt þegar maður á ammæli :o)
Fékk tvo pakka í morgun. Einn frá stelpunum, fékk stígvél sem ég var svo hrifin af og var að máta í Kringlunni í gær. Svo fékk ég einn pakka frá Denna líka, það var myndavél Canon EOS 400D. Alvöru myndavél sem mig er búið að dreyma um að eignast síðan í 10 bekk held ég! :o)
Ég er búin að fá nokkrar kveðjur hérna í morgunsárið sem ylja manni um hjartarætur :o)
Takk fyrir mig
Kveðja Sæunn gamla....
Nýjustu færslur
- 20.4.2008 Er komið sumar?
- 22.2.2008 Tenerife (med áherslu á e)
- 11.1.2008 Mac - ari!
- 21.11.2007 30
- 19.10.2007 Heimilisstúss
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Aron Can heill á húfi
- Aldrei verið konur í þessu
- Tólf tegundir fugla urpu í Surtsey
- Sveitarstjóri áhyggjulaus yfir þyngri rekstri
- Njálsbrenna sviðsett í Rangárþingi
- Kalla eftir óháðum saksóknara
- Aron Can hneig niður á sviði
- Gætum fellt niður alla skatta
- Hótelstarfsmaður laminn í Hlíðunum
- Hinn handtekni með mann í vinnu ólöglega
- Alla vega fjórir sem vita
- Tæplega helmingur þjóðar er fylgjandi olíuleit
- Blá gosmóða og þykk í Árneshreppi
- Ráðuneytið fylgist með Breiðholtsskóla
- Stöðvaði svo hann myndi ekki týnast í myrkrinu
Erlent
- Jöklakenningunni um Stonehenge hafnað
- Witkoff: Enginn vilji hjá Hamas að ná vopnahléi
- Heitir því að berjast gegn Verkamannaflokknum
- Hulk Hogan látinn
- Sprengjuhótun hjá TV2 í Óðinsvéum
- Tveir látnir í skógareldum á Kýpur
- Eiga erfitt með að fæða sig og fjölskyldur sínar
- Fjölskyldur fengu rangar líkamsleifar
- Kona lést eftir að hundur sleikti hana
- Átökin á landamærunum stigmagnast
- Rússnesk farþegaflugvél hrapaði - 49 taldir af
- Átök brutust út á milli Taílands og Kambódíu
- Kveður forsetafrúna hafa verið karlmann
- Erik Menendez með alvarlegan heilsubrest
- Úkraínumenn mótmæla: Kusum ekki einræði
Athugasemdir
Njóttu dagsins........gamla.
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 21.11.2007 kl. 15:59
Til hamingju með afmælið skvísa..ekki slæmt að fá svona myndavél, þetta er draumurinn minn líka, kannski eignast ég hana á 30 ára afmælinu mínu sem er eftir 3 ár..ó mæ god
Vala Dögg (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.