18.9.2007 | 18:34
Endir á brjóstgjafatali!
Jæja nú geta þeir lesendur sem nenntu ekki að lesa bloggið mitt því það var ekkert talað um annað en brjóstagjöf fagnað vel, því litlan mín er LOKSINS hætt á brjósti! :o)
Og það gekk bara miklu betur en ég þorði að vona...
Hvað á ég þá að tala um? hehe...
Að vísu er sú stutta búin að vera veik síðan á aðfararnótt mánudagsins, fékk hita á kvöldi númer tvö í brjóstgjafaruppþurrkun móðurinnar... en var hitalaus í dag og vonandi vinna á morgun, sú er alveg að fara að labba óstöðug, vantar bara öryggið uppá..
Systirin er í "pössun" og lætur ekkert hafa neitt rosa mikið fyrir sér :o)
Amman og afinn í skemmtiferðasiglingu um Miðjarðarhafið...
En nú fer að líða að 5 ára afmæli eldri dótturinnar, mamma er á fullu að hugsa um undirbúning afmælisins, skvísan er búin að ákveða hverjum á að bjóða... það á ekki að bjóða öllum hópnum á leikskólanum sem mamman myndi vilja bjóða :o( En hún fær að ráða í þetta skiptið.
Langar að gera eitthvað skemmtilegt með þetta afmæli... einhverjar hugmyndir að uppskriftum eða leikjum??
Nýjustu færslur
- 20.4.2008 Er komið sumar?
- 22.2.2008 Tenerife (med áherslu á e)
- 11.1.2008 Mac - ari!
- 21.11.2007 30
- 19.10.2007 Heimilisstúss
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Leggur skyr á borð Arizona-búa
- Steinhúsið á Stóruvöllum lifir góðu lífi
- Styðja við þróun sem er í gangi
- Samráð um peningaprentvélina nauðsynlegt
- 10 þúsund sipp hljómaði álitleg tala
- Rosalega erfitt að vera í fýlu
- Engar meginbreytingar á innritunarreglum
- Minni innkaup á eldsneyti en áður
- Háholt aftur til sölu
- Rafmennt kaupir Kvikmyndaskólann
Athugasemdir
úúje brjóst!
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 20.9.2007 kl. 09:05
Takk fyrir boðið. Það er ótrúlega merkilegt á mínu heimili að fara í fimm ára afmæli þegar maður er bara fjögurra ára. Minn fulltrúi mætir.
Arna Lára Jónsdóttir, 20.9.2007 kl. 21:05
þú ert dugleg!
aldis Maria Valdimarsdottir (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.