4.9.2007 | 10:08
Veikindi :o(
Að vera heima veikur er ekki það skemmtilegasta sem ég geri. Ég fékk sýkingu í brjóstið því ég er enn með yngri stelpuna sem er 1 árs á brjósti, og fékk þennan skemmtilega hita og skjálfta með tilheyrandi kuldaköstum, og ofan í þetta allt saman fékk ég ælupest! Takk fyrir pent! Þannig að ég hef ekki verið viðræðuhæf og varla haldið haus undanfarinn sólarhring. Ekki skemmtilegt það. En ég er öll að koma til og stefni á að fara í vinnu og á kóræfingu á morgun :o)
Talandi um brjóstagjöf. Hvað á maður að gera ef börn vilja bara alls ekki hætta á brjósti??? Eins og mín yngri, hún bara verður óð ef hún fær ekki brjóstið sitt á kvöldin þegar hún er að fara að sofa og 3x á nóttunni og hún er rúmlega 1 árs. Þetta var ekkert mál hjá þessari eldri þetta bara fjaraði út og hún hætti bara einn daginn þegar hún var 9 mánaða og ekkert mál!
Yngri stelpan mín tók fyrstu skrefin sín í fyrradag. Og í gær var hún á fullu að labba á milli mín og ömmu sinnar. :o)
Eldri stelpan er að fara að byrja í Tónlistarskóla. Hún er að fara í forskóla og byrjar á fimmtudaginn. Sú er ekkert smá spennt :o)
Kallinn á leið suður á fund.
Nýjustu færslur
- 20.4.2008 Er komið sumar?
- 22.2.2008 Tenerife (med áherslu á e)
- 11.1.2008 Mac - ari!
- 21.11.2007 30
- 19.10.2007 Heimilisstúss
Athugasemdir
hæhæ frænk. bara byrjuð að blogga aftur, æði! Get samt ekki ráðlagt þér með vandamálið þitt, sorry. En hvenær fæ ég að hitta frænkurnar mínar næst? Langt síðan ég hef hitt ykkur!!!!!
Aldís (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 23:02
Koma bara vestur stelpa!
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 5.9.2007 kl. 12:44
Hæ hæ skvís .....gaman að ég skyldi finna bloggið þitt Og til hamingju með íbúðina og fluttning . já það getur verið erfitt að bíða með allt mála og hitt þáu veist ++++ . þú hefðir átt að sjá íbúðina sem ég keypti hér í Hafnarfirði , hún var bara ógeðsleg , ekkert þrifin svo það seinkaði allri málningu en við erum loksins byrjuð .
Brjósta barn það getur sko oft verið erfitt , stundum þarf maður bara að nota hörku og vera ákveðin , tekur smá tíma ,öööööööööö
En gangi ykkur sem best , kveðja frá kiddý,frissa og tínu:)
Kiddý (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.