Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Er komið sumar?

Allavega er veðrið búið að vera æðislegt og mjög sumarlegt síðan á miðvikudag. Mér tókst að fá hellings lit í andlitið á fimmtudaginn þegar það var útivistardagur í vinnunni. Ég og dætur mínar erum búnar að vera úti alla helgina að hjóla og í göngutúr og úti á leikvelli að leika, bara á peysunum, alveg eins og það sé komið sumar.

RISA randafluga

 

Haldiði ekki að það hafi líka verið þessi líka RISA randafluga í glugganum mínum í morgun þegar við vorum að borða morgunmatinn. Við höfum svolítið verið að hlæja að eldri dóttur minni því hún er svo hrædd við flugur og öskrar þessi ósköp þegar hún sér litla húsflugu, en nú var það ekki dóttirin sem öskraði heldur var það kallinn sem öskraði upp yfir sig yfir morgunmatnum í morgun þegar hann rak augun í þessa líka ekkert smá flugu! Hún var u.þ.b. 2,5 cm á lengd og 1 cm á breidd. Þó svo kallinn hafi öskrað uppyfir sig þá var það auðvitað hann sem varð að vera fluguveiðarinn því ekki ætlaði ég að veiða þetta líka rosa kvikindi, kom ekki til greina!


Höfundur

Sæunn Sigr, Sigurjóns
Sæunn Sigr, Sigurjóns

Tveggja barna móðir, sambýliskona, leikskólakennarafjarnáms skólastelpa og Vestfirsk Valkyrja ... með meiru :o)

Nýjustu færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband