Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Endir á brjóstgjafatali!

Jæja nú geta þeir lesendur sem nenntu ekki að lesa bloggið mitt því það var ekkert talað um annað en brjóstagjöf fagnað vel, því litlan mín er LOKSINS hætt á brjósti! :o)

Og það gekk bara miklu betur en ég þorði að vona...

Hvað á ég þá að tala um? hehe...

Að vísu er sú stutta búin að vera veik síðan á aðfararnótt mánudagsins, fékk hita á kvöldi númer tvö í brjóstgjafaruppþurrkun móðurinnar... en var hitalaus í dag og vonandi vinna á morgun, sú er alveg að fara að labba óstöðug, vantar bara öryggið uppá..

Systirin er í "pössun" og lætur ekkert hafa neitt rosa mikið fyrir sér :o)

Amman og afinn í skemmtiferðasiglingu um Miðjarðarhafið...

En nú fer að líða að 5 ára afmæli eldri dótturinnar, mamma er á fullu að hugsa um undirbúning afmælisins, skvísan er búin að ákveða hverjum á að bjóða... það á ekki að bjóða öllum hópnum á leikskólanum sem mamman myndi vilja bjóða :o(  En hún fær að ráða í þetta skiptið. 
Langar að gera eitthvað skemmtilegt með þetta afmæli... einhverjar hugmyndir að uppskriftum eða leikjum??

 


Vertu dugleg!

Nenni ekki að læra.. eða jú nenni alveg að læra þegar ég gef mér tíma í það.  Hef bara ekkert alltaf tíma.  En verð að vera dugleg, því nú skal taka á þessu og klára þetta loksins. 

Læknirinn minn sagði að ég væri brjáluð að vera í fullu námi, í 100% vinnu með tvö börn og mann :o) Og þar að auki með barn á brjósti sem vill ekki hætta að drekka á nóttunni... sem minnkar svefn minn niður í c.a 4 tíma á nóttu.  Er að vísu búin að minnka við mig vinnuna niður í 87,5% sem gerir einni klst minna, en ég er ekkert duglegri að læra þrátt fyrir það.

En nú skal tekið á þessu bæði með lærdóminn og með brjóstagjöfina! ...og þar af leiðandi með svefninn, því allir þurfa jú víst að sofa á nóttunni... allavega stundum :o)

 

 


Veikindi :o(

Að vera heima veikur er ekki það skemmtilegasta sem ég geri.  Ég fékk sýkingu í brjóstið því ég er enn með yngri stelpuna sem er 1 árs á brjósti, og fékk þennan skemmtilega hita og skjálfta með tilheyrandi kuldaköstum, og ofan í þetta allt saman fékk ég ælupest! Takk fyrir pent! Þannig að ég hef ekki verið viðræðuhæf og varla haldið haus undanfarinn sólarhring. Ekki skemmtilegt það. En ég er öll að koma til og stefni á að fara í vinnu og á kóræfingu á morgun :o)

Talandi um brjóstagjöf.  Hvað á maður að gera ef börn vilja bara alls ekki hætta á brjósti??? Eins og mín yngri, hún bara verður óð ef hún fær ekki brjóstið sitt á kvöldin þegar hún er að fara að sofa og 3x á nóttunni og hún er rúmlega 1 árs.  Þetta var ekkert mál hjá þessari eldri þetta bara fjaraði út og hún hætti bara einn daginn þegar hún var 9 mánaða og ekkert mál! 

Yngri stelpan mín tók fyrstu skrefin sín í fyrradag.  Og í gær var hún á fullu að labba á milli mín og ömmu sinnar. :o)

Eldri stelpan er að fara að byrja í Tónlistarskóla.  Hún er að fara í forskóla og byrjar á fimmtudaginn.  Sú er ekkert smá spennt :o)

Kallinn á leið suður á fund.

 

 


Höfundur

Sæunn Sigr, Sigurjóns
Sæunn Sigr, Sigurjóns

Tveggja barna móðir, sambýliskona, leikskólakennarafjarnáms skólastelpa og Vestfirsk Valkyrja ... með meiru :o)

Nýjustu færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband