Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

30

Vá fyrir 30 árum síðan kom ég í heiminn.  Það er stórmerkilegt að hugsa til þess. 

Sæunn litla

Frænka mín sagði: vá Sæunn, að það séu komin 30 ára síðan þú fæddist, ótrúlegt! Man eftir þér í vöggu þegar ég var að passa þig...

Já en það er ekki auðvelt að verða 30 ára í mínu tilfelli.  Komst að því rétt fyrir helgi að ég væri með kviðslit, gaman það. Það þarf að vísu ekkert að gera nema þetta trufli mig eitthvað svaka mikið.

Svo þar að auki er ég með axlarklemmu.  Búin að vera að finna til í öxlinni síðan í jan 2007.  Ég er búin að vera í sjúkraþjálfun síðan þá og ekki mikið gengið.  Sjúkraþjálfarinn er búinn að vera að reyna að ná í bæklunarlækni fyrir sunnan síðan í ágúst.  Svo var hringt í mig á fimmtudaginn og spurt hvort ég gæti komið suður á mánudag og þriðjudag að hitta þennan lækni.  Ég auðvitað tók því boði strax. Ég fór á mánudaginn í röntgen og ómun á öxlinni, og hitti svo lækninn í gær.  Hann endaði með því að gefa mér einhverja rosa sterasprautu í öxlina og svo skyldum við sjá hvernig það myndi virka á mig. Ég var fín fyrstu tvo tímana, svo fór þetta að hríðversna, og í gærkveldi var ég alveg að farast.  En ég er mikið betri í dag! Enda ekki annað hægt þegar maður á ammæli :o)

Fékk tvo pakka í morgun.  Einn frá stelpunum, fékk stígvél sem ég var svo hrifin af og var að máta í Kringlunni í gær.  Svo fékk ég einn pakka frá Denna líka, það var myndavél Canon EOS 400D. Alvöru myndavél sem mig er búið að dreyma um að eignast síðan í 10 bekk held ég! :o)

Ég er búin að fá nokkrar kveðjur hérna í morgunsárið sem ylja manni um hjartarætur :o)

Takk fyrir mig

Kveðja Sæunn gamla....

 


Höfundur

Sæunn Sigr, Sigurjóns
Sæunn Sigr, Sigurjóns

Tveggja barna móðir, sambýliskona, leikskólakennarafjarnáms skólastelpa og Vestfirsk Valkyrja ... með meiru :o)

Nýjustu færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband