Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Er komið sumar?

Allavega er veðrið búið að vera æðislegt og mjög sumarlegt síðan á miðvikudag. Mér tókst að fá hellings lit í andlitið á fimmtudaginn þegar það var útivistardagur í vinnunni. Ég og dætur mínar erum búnar að vera úti alla helgina að hjóla og í göngutúr og úti á leikvelli að leika, bara á peysunum, alveg eins og það sé komið sumar.

RISA randafluga

 

Haldiði ekki að það hafi líka verið þessi líka RISA randafluga í glugganum mínum í morgun þegar við vorum að borða morgunmatinn. Við höfum svolítið verið að hlæja að eldri dóttur minni því hún er svo hrædd við flugur og öskrar þessi ósköp þegar hún sér litla húsflugu, en nú var það ekki dóttirin sem öskraði heldur var það kallinn sem öskraði upp yfir sig yfir morgunmatnum í morgun þegar hann rak augun í þessa líka ekkert smá flugu! Hún var u.þ.b. 2,5 cm á lengd og 1 cm á breidd. Þó svo kallinn hafi öskrað uppyfir sig þá var það auðvitað hann sem varð að vera fluguveiðarinn því ekki ætlaði ég að veiða þetta líka rosa kvikindi, kom ekki til greina!


Tenerife (med áherslu á e)

Thad er mjog gaman á Tenerife. Skemmtilegt ad vera í svona konuferd, en thad er samt svo skrítin tilfinning ad vera frá kalli og bornum í thetta langan tíma :o(

Ad vísu er búid ad vera sólarlaust sídan vid komum, en thad á víst ad batna med morgundeginum og thá á víst ad vera sól restina af ferdinni :o)

Gaerdagurinn var tekinn í verslunarferd, thví thad var rigning mest allan daginn, hvad á madur ad gera annad í sólarlandarferd thegar thad er rigning?

Flugid hingad var eins og ad droslast í Djúpinu í 5 tíma... :o) En thad var thess virdi thví hér er aedislegt ad vera, tók thetta bara á sálfraedinni med mína flughraedslu! :o)

Okkur langadi í verslunarferd til Santa Cruz og La Laguna í dag til thess ad fara í H&M, en sjáum til hvad verdur um thad, thad er ad vísu sólarlaust í dag líka svo thad vaeri alveg tilvalid.

Mér finnst thetta frábaer stadur, vaeri alveg til í ad koma hingad naesta sumar (2009) med familíuna.


Mac - ari!

Jæja nú er maður loksins orðinn Mac - ari :o) Keypti mér skólatölvu í fyrradag, er geggjað ánægð með hana.

Ég náði báðum prófunum!

Erum búin að vera í borginni í viku erum á leið heim í fyrramálið, ég er búin að vera í skólalotu í Kennó. Þetta er búin að vera strembin vika, er búin að vera í framkomuæfingum upp á hvern einasta dag í skólanum og það er ekki alveg það skemmtilegasta sem ég geri. Fyrsta daginn áttum við að lesa uppúr kafla úr unglingabók, ég fór á Borgarbókasafnið í Kringlunni greip með mér bókina Bak við bláu augun eftir Þorgrím Þráinsson... ég hef held ég aldrei verið eins stressuð á ævinn, þegar ég las upp úr bókinni fyrir allan bekkinn, ég nötraði og skalf eins og lítil hrísla. Annan daginn áttum við að segja þjóðsögu, ekki skalf ég minna þann daginn, þriðja daginn áttum við að semja ræðu fyrir Menntamálaráðherra og flytja ræðuna í tímanum, ekki var ég alveg eins stressuð þann daginn, en í dag var ég nánast ekkert stressuð þegar ég átti að flytja ljóð, svo þetta er greinilega bara æfing - það að koma fram!

Við ætluðum ekkert að versla í borginni... en ég er búin að kaupa mér tölvu, við fórum í Ikea og keyptum ýmislegt til þess að gera læriaðstöðu í Elmu herbergi fyrir mig, keyptum peysu á mig og eitthvað fleira smálegt :o)


30

Vá fyrir 30 árum síðan kom ég í heiminn.  Það er stórmerkilegt að hugsa til þess. 

Sæunn litla

Frænka mín sagði: vá Sæunn, að það séu komin 30 ára síðan þú fæddist, ótrúlegt! Man eftir þér í vöggu þegar ég var að passa þig...

Já en það er ekki auðvelt að verða 30 ára í mínu tilfelli.  Komst að því rétt fyrir helgi að ég væri með kviðslit, gaman það. Það þarf að vísu ekkert að gera nema þetta trufli mig eitthvað svaka mikið.

Svo þar að auki er ég með axlarklemmu.  Búin að vera að finna til í öxlinni síðan í jan 2007.  Ég er búin að vera í sjúkraþjálfun síðan þá og ekki mikið gengið.  Sjúkraþjálfarinn er búinn að vera að reyna að ná í bæklunarlækni fyrir sunnan síðan í ágúst.  Svo var hringt í mig á fimmtudaginn og spurt hvort ég gæti komið suður á mánudag og þriðjudag að hitta þennan lækni.  Ég auðvitað tók því boði strax. Ég fór á mánudaginn í röntgen og ómun á öxlinni, og hitti svo lækninn í gær.  Hann endaði með því að gefa mér einhverja rosa sterasprautu í öxlina og svo skyldum við sjá hvernig það myndi virka á mig. Ég var fín fyrstu tvo tímana, svo fór þetta að hríðversna, og í gærkveldi var ég alveg að farast.  En ég er mikið betri í dag! Enda ekki annað hægt þegar maður á ammæli :o)

Fékk tvo pakka í morgun.  Einn frá stelpunum, fékk stígvél sem ég var svo hrifin af og var að máta í Kringlunni í gær.  Svo fékk ég einn pakka frá Denna líka, það var myndavél Canon EOS 400D. Alvöru myndavél sem mig er búið að dreyma um að eignast síðan í 10 bekk held ég! :o)

Ég er búin að fá nokkrar kveðjur hérna í morgunsárið sem ylja manni um hjartarætur :o)

Takk fyrir mig

Kveðja Sæunn gamla....

 


Heimilisstúss

Litla skvís búin að vera veik síðan á þriðjudag, en henni er nú að batna núna.  Stóra skvís búin að vera heima líka því kallinn er búinn að vera í burtu.  Hann er búinn að vera á eilífu flakki um landið.  Fór til Reykjavíkur á mánudag, kom heim á þriðjudag, fór suður á miðvikudag og beint austur á Egilsstaði, en kemur sem betur fer heim í dag.  Erfitt að vera svona lokaður inni og hafa engann til þess að versla fyrir sig og annað sem þarf að gera.  Við höfum að vísu fengið góða hjálp frá ömmum og öfum og frænkum og frændum, í ýmislegt skutl í ballet og tónlistarskóla og fleira...

Litla skvís orðin 14 mánaða og ekki alveg farin að labba, þorir ekki alveg að sleppa takinu á fingrinum á þeim sem nennir að elta hana um allt, og þá meina ég elta hana út um allt hús! Hana virðist vanta að finna öryggið, svo hún þori.


Endir á brjóstgjafatali!

Jæja nú geta þeir lesendur sem nenntu ekki að lesa bloggið mitt því það var ekkert talað um annað en brjóstagjöf fagnað vel, því litlan mín er LOKSINS hætt á brjósti! :o)

Og það gekk bara miklu betur en ég þorði að vona...

Hvað á ég þá að tala um? hehe...

Að vísu er sú stutta búin að vera veik síðan á aðfararnótt mánudagsins, fékk hita á kvöldi númer tvö í brjóstgjafaruppþurrkun móðurinnar... en var hitalaus í dag og vonandi vinna á morgun, sú er alveg að fara að labba óstöðug, vantar bara öryggið uppá..

Systirin er í "pössun" og lætur ekkert hafa neitt rosa mikið fyrir sér :o)

Amman og afinn í skemmtiferðasiglingu um Miðjarðarhafið...

En nú fer að líða að 5 ára afmæli eldri dótturinnar, mamma er á fullu að hugsa um undirbúning afmælisins, skvísan er búin að ákveða hverjum á að bjóða... það á ekki að bjóða öllum hópnum á leikskólanum sem mamman myndi vilja bjóða :o(  En hún fær að ráða í þetta skiptið. 
Langar að gera eitthvað skemmtilegt með þetta afmæli... einhverjar hugmyndir að uppskriftum eða leikjum??

 


Vertu dugleg!

Nenni ekki að læra.. eða jú nenni alveg að læra þegar ég gef mér tíma í það.  Hef bara ekkert alltaf tíma.  En verð að vera dugleg, því nú skal taka á þessu og klára þetta loksins. 

Læknirinn minn sagði að ég væri brjáluð að vera í fullu námi, í 100% vinnu með tvö börn og mann :o) Og þar að auki með barn á brjósti sem vill ekki hætta að drekka á nóttunni... sem minnkar svefn minn niður í c.a 4 tíma á nóttu.  Er að vísu búin að minnka við mig vinnuna niður í 87,5% sem gerir einni klst minna, en ég er ekkert duglegri að læra þrátt fyrir það.

En nú skal tekið á þessu bæði með lærdóminn og með brjóstagjöfina! ...og þar af leiðandi með svefninn, því allir þurfa jú víst að sofa á nóttunni... allavega stundum :o)

 

 


Veikindi :o(

Að vera heima veikur er ekki það skemmtilegasta sem ég geri.  Ég fékk sýkingu í brjóstið því ég er enn með yngri stelpuna sem er 1 árs á brjósti, og fékk þennan skemmtilega hita og skjálfta með tilheyrandi kuldaköstum, og ofan í þetta allt saman fékk ég ælupest! Takk fyrir pent! Þannig að ég hef ekki verið viðræðuhæf og varla haldið haus undanfarinn sólarhring. Ekki skemmtilegt það. En ég er öll að koma til og stefni á að fara í vinnu og á kóræfingu á morgun :o)

Talandi um brjóstagjöf.  Hvað á maður að gera ef börn vilja bara alls ekki hætta á brjósti??? Eins og mín yngri, hún bara verður óð ef hún fær ekki brjóstið sitt á kvöldin þegar hún er að fara að sofa og 3x á nóttunni og hún er rúmlega 1 árs.  Þetta var ekkert mál hjá þessari eldri þetta bara fjaraði út og hún hætti bara einn daginn þegar hún var 9 mánaða og ekkert mál! 

Yngri stelpan mín tók fyrstu skrefin sín í fyrradag.  Og í gær var hún á fullu að labba á milli mín og ömmu sinnar. :o)

Eldri stelpan er að fara að byrja í Tónlistarskóla.  Hún er að fara í forskóla og byrjar á fimmtudaginn.  Sú er ekkert smá spennt :o)

Kallinn á leið suður á fund.

 

 


Loxins flutt!

Við erum flutt í Stórholtið, eftir laaaaaanga bið :o) Eða það finnst mér allavega, vegna þess að ég hefði vilja flytja um leið og við fengum lyklana, en það er víst betra að fara fyrst í brúðkaup, undirbúa íbúðina undir málningarvinnu, mála íbúðina, fara á ættarmót, flytja fyrst og svo að bíða eftir að það verði fimmtudagur, föstudagur eða laugardagur, því samkvæmt hjátrúinni á maður víst ekki að flytja inn á mánudegi, þriðjudegi eða miðvikudegi...  eða svo er sagt. :o)

 

 


Hmmm... ætli blogg sé ekki eitthvað sem maður skrifar um... :o)

Erum búin að fá lyklana af íbúðinni.  Erum á fullu að standsetja hana.  Kjellingin búin að vera ansi dugleg að spartsla (með áherslu á rstl :), henni var meira að segja hælt fyrir vandaða vinnu.  Kjellingin ansi ánægð með það því hún hefur aldrei spartslað fyrr.  Kallinn búinn að vera ansi duglegur í málningarvinnunni, búinn að mála loftin í herbergjunum og rífa úr veggjunum óæskilega pinna úr gluggabrautum sem við ætlum ekki að hafa.  Börnin búin að vera rosa dugleg að vera í pössun hjá ömmu og afa.  Eldri dóttirin hjálpaði að vísu við að mála (eingöngu á nærbuxunum) í kvöld :o) Vonumst til að málningarhjálpin berist annað kvöld, svo þetta fari að ganga hraðar fyrir sig.  Svo er bara að spýta í lófana og vonast til að geta flutt inn um helgina! :o)

 


Næsta síða »

Höfundur

Sæunn Sigr, Sigurjóns
Sæunn Sigr, Sigurjóns

Tveggja barna móðir, sambýliskona, leikskólakennarafjarnáms skólastelpa og Vestfirsk Valkyrja ... með meiru :o)

Nýjustu færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband